Fréttir

01.03.2019

1809

Síðasta helgin í Sæheimum

Laugardaginn 2. mars verða Sæheimar opnir kl. 13-16 eins og aðra laugardaga yfir vetrartímann. Verður þetta í síðasta sinn sem safnið verður opið, því að í næstu viku hefst undirbúningur fyrir opnun á nýjum stað. Sealife Trust mun síðar í mánuðinum opna sýningu og gestastofu að Ægisgötu 2 og verður það auglýst síðar. 

Safnið hefur verið starfrækt frá árinu 1964 og eru því næstum 55 ár síðan fyrstu gestirnir heimsóttu safnið. Gestir safnsins eru samtals orðnir nokkur hundruð þúsund og fór þeim fjölgandi ár frá ári. Fiskar og önnur sjávardýr telja sömuleiðis þúsundir að ógleymdum þeim fjölda fugla sem hefur verið bjargað þau ár sem safnið hefur verið starfrækt. 

Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir samfylgdina sem og velunnurum safnsins. Einnig færum við sjómönnum Eyjanna bestu þakkir en þeir hafa verið ötulir að færa okkur lifandi fiska og önnur sjávardýr. 


Til baka