Fréttir

15.12.2018

1807

Haftyrðlar við Eyjar

Á þessum tíma árs eru oft hópar haftyrðla sem halda sig á sjónum umhverfis Ísland. Þeir eru mjög smáir og í hvassviðri feykjast þeir stundum upp á land og eiga þá erfitt með að komast til sjávar á ný. Hafa þeir jafnvel fundist langt inn á landi og eitt sinn fannst haftyrðill við Laugarvatn.

Komið var með nokkurn fjölda haftyrðla í Sæheima í desember og janúar í fyrra og fréttist þá af stórum hópi sem hélt sig á sjónum austan við Eyjar. Einn þeirra var með senditæki á sér og hafði það verið fest á hann á Svalbarða um sumarið.

Nú hefur verið komið með tvo haftyrðla til okkar og það má búast við að fleiri finnist, sérstklega eftir mikil hvassviðri. Það er um að gera að hafa augun hjá sér og bjarga þessum litlu fuglum og er þá best að koma þeim sem fyrst til sjávar eða í Sæheima.  


Til baka