Fréttir

29.09.2018

1803

Hreinsun lundapysja

Þá eru allar pysjurnar búnar að yfirgefa holurnar sínar og eigum við ekki von á fleirum í pysjueftirlitið. Alls var komið með 5.589 pysjur til okkar og er það mesti fjöldi frá upphafi pysjueftirlitsins. 

Það er þó langt frá því að rólegt sé hjá starfsmönnum pysjueftirlitsins, því að talsverður fjöldi af pysjum voru með olíu eða annars konar óhreinindi í fiðrinu og þurfa hreinsunar við. Við erum svo heppin að hafa Karen Lynn Velas hjá okkur, en hún hefur verið að þjálfa starfsfólk Sæheima í að hreinsa pysjurnar. Karen hefur talsverða reynslu af hreinsun olíublautra fugla og miðlar af þeirri reynslu til okkar. Nú þegar er búið að sleppa yfir 30 pysjum sem hafa farið í gegn um hreinsunarferlið og staðist sundprófið. Annar eins fjöldi er þó enn eftir og fær vonandi frelsið í næstu viku.


Til baka