Fréttir

20.09.2018

1802

Nú líður að lokum pysjutímans

Pysjunum fækkar nú dag frá degi og aðeins var komið með 72 pysjur í pysjueftirlitið í dag. Greinilegt að nú líður að lokum pysjutímans og ekki eru margir dagar í að síðasta pysjan komi á vigtina hjá okkur. Heildarfjöldinn er þó kominn upp í 5507 pysjur, sem er það mesta frá upphafi eftirlitsins.

Á myndinni eru þau Jóhanna, Sebastian og Elísabet með pysjuna sína.

 


Til baka