Fréttir

15.09.2018

1799

Turnfálki

Fyrir nokkru kom turnfálki um borð í Kap VE þar sem hún var að veiðum í síldarsmugunni. Áhöfnin handsamaði fálkann og gaf honum að éta og tók hann vel til matar síns. Þegar þeir komu að landi var fálkinn fluttur í Sæheima til frekari skoðunnar og aðhlynningar. Virtist hann vera heilbrigður og því var ákveðið að láta hann fá vel að éta og leyfa honum að jafna síg í nokkra daga. Líklega hefur hann verið bara þreyttur og svangur og því sest á skipið. Kristján Egilson fór með fálkann upp á hraun í dag og gaf honum frelsið á ný. Þeir félagar eru saman á myndinni sem Ruth Zholen tók við þetta tækifæri.


Til baka