Fréttir

13.09.2018

1797

Komnar yfir 4000 pysjur

Enn fjölgar pysjunum í pysjueftirliti Sæheima og er nú heildarfjöldi pysja kominn upp í 4193 pysjur. Í dag var komið með 390 pysjur í eftirlitið. Síðustu átta daga hafa komið yfir 300 pysjur á dag. Það er því búið að vera ansi fjörugt hjá okkur og erum við auðvitað mjög ánægð með það og vonum að fjörið haldi áfram og helgin verði góð pysjuhelgi.


Til baka