Fréttir

09.09.2018

1796

Stærsta pysjan og nýtt heimsmet

Dagurinn í dag var heldur betur góður í pysjueftirlitinu. Komið var með stærstu pysju ársins, sem var 368 grömm að þyngd. Það var Jón Ólafur Sveinbjörnsson sem fann pysjuna neðst á Kirkjuveginum. 

Einnig var heimsmet í pysjuvigtun slegið enn eina ferðina og voru vigtaðar samtals 532 pysjur og er því heildarfjöldinn kominn upp í 2755 pysjur.


Til baka