Fréttir

02.09.2018

1794

Pysjueftirlitið flytur

Pysjueftilitið hefur nú sprengt utan af sér húsnæði Sæheima. Því mun eftirlitið flytja í "Hvíta húsið" að Strandvegi 50. Gengið er inn frá portinu bak við húsið og opnunartíminn er klukkan 13-18 alla daga meðan pysjurnar eru að fljúga í bæinn. Fram að þeim tíma verður hægt að koma með pysjur í Sæheima. Þeir sem ekki hafa tök á því að koma til okkar geta einnig vigtað pysjurnar sínar heima og sent okkur upplýsingarnar um þyngd, fundarstað, finnendur og hvenær pysjan fannst

Komið var með samtals 184 pysjur um helgina í pysjueftirlitið og heildarfjöldinn er því kominn upp í 281 pysju. Á myndinni eru þær Jóhanna Vigdís og Bjartey Ósk.


Til baka