Fréttir

21.07.2018

1788

Kolkrabbi

Fyrir nokkrum dögum fékk safnið góða gjöf frá áhöfninni á Drangavík VE. Þeir færðu safninu lifandi kolkrabba, þorska, gaddakrabba. Kolkrabbinn sem þeir komu með var mjög flottur en eins og kolkrabba er siður þá var hann mjög feiminn og faldi sig milli steina. Núna er hann aftur á móti farinn að kanna nýju heimkynnin sín og flækist um búrið og er því auðvelt að skoða hann. Það er gaman að fylgjast með þessum sérkennilegu skepnum hreyfa sig um. 


Til baka