Fréttir

30.06.2018

1785

Æðarunga bjargað frá máfi

Nokkuð margar æðarkollur með unga halda sig þessa dagana á tjörninni í Herjólfsdal. Búið er að strekkja bönd yfir tjörnina til að varna því að máfar nái ungunum. Þeir nota þó hvert tækifæri og í dag var komið með æðarunga til okkar sem hafði verið bjargað frá máfi við tjörnina. Farið var með hann til kollunnar en var of dasaður til að ná að fylgja henni. Því var komið með hann til okkar í Sæheimum og var þar hlúð að honum og fékk hann gómsæt og næringarrík loðnuhrogn að éta. Í lok dagsins var hann orðinn vel sprækur og því var farið með hann að tjörninni og honum sleppt þar. Hann synti að næstu kollu og slóst í hóp með ungunum hennar. 

Æðarkollur taka gjarnan unga í fóstur sem blandast þá ungahópnum þeirra og oft má sjá nokkrar kollur saman með stóran ungahóp. Það er því jafnan lang best að fara með æðarunga sem finnast beint að næstu kollu og sjá hvort að hún sé ekki tilbúin að taka við honum.


Til baka