Fréttir
11.06.2018

Geirnyt og ýmislegt fleira
Áhöfnin á Drangavík VE kom enn á ný færandi hendi í morgun og voru með ýmsar óvenjulegar tegundir í farteskinu. Geirnyt, lúður, blágóma, sæfíflar og sæbjúgu voru meðal þess sem þeir komu með að landi og færðu Sæheimum að gjöf.
Geirnyt eru mjög óvenjulegir og fallegir fiskar, sem eru brjóskfiskar og því skyldir skötum, háfum og hákörlum. Heimkynni þeirra eru í austanverðu Atlantshafi og í sjónum suður af Íslandi. Geirnytin eru botnfiskar sem lifa á talsverðu dýpi og er því mikill munur á þrýstingi þar og í búrum safnsins. Vonandi ná þau að jafna sig og gleðja gesti safnins með veru sinni hér.
Mest lesið
Steinbítur hrygnir
11.01.2011
Varmasmiður finnst í Eyjum
21.06.2011
Lundapysja í pössun
22.10.2010
Nornakrabbi hefur skelskipti
02.05.2011
þórarinn Ingi hefur þyngst mikið
21.09.2011