Fréttir

31.05.2018

1778

Lunda sleppt við Kaplagjótu

Fyrir nokkrum dögum komu þeir Logi Snædal og Nökkvi Óðinsson með slasaðan lunda sem þeir höfðu fundið inni í Dal. Var hann með höfuðáverka og var greinilega vankaður. Var hann mun hressari strax næsta dag og tók þá æti. Nú hefur hann fengið að jafna sig í nokkra daga og fengið vel að éta.

Í dag var farið með lundann að Kaplagjótu og honum gefið frelsi. Hópur ferðamanna á vegum EyjaTours var á svæðinu og fylgdust þeir spenntir með.


Til baka