Fréttir

24.05.2018

1780

Teistan frjáls

Fyrr í vetur var komið með mikið olíublauta teistu til okkar í Sæheima, sem hafði fundist úti í Klauf. Var hún hreinsuð í tvígang en síðan tóku við strangar sundæfingar. Það tók teistuna þó nokkurn tíma að ná upp nægjanlegri fitu í fiðrið til að halda vatni frá líkamanum. En upp á síðkastið gat hún synt í langan tíma án þess að blotna og því var því ákveðið að gefa henni frelsi. Var farið með hana á svipaðar slóðir og hún fannst og henni sleppt þar.


Til baka