Fréttir

30.04.2018

1775

Sjónvarpsþáttur

Við fengum frábæra heimsókn síðasta sumar þegar tökulið frá CBS news kom og fylgdist með pysjueftirlitinu hjá okkur. Þátturinn var sýndur ytra í gær. Ætla má að um 6 milljónir manna horfi á Sunday morning á CBS og er þetta því frábær kynning fyrir okkur og Eyjarnar. Augljóst er að þátturinn hefur vakið mikla athygli en við erum strax byrjuð að fá fyrirspurnir um komandi pysjutímabil sem og um lunda almennt.

Á myndinni er Aron Sindrason, sem lék eitt af aðalhlutverkunum. Sjá má þáttinn á slóðinni hér fyrir neðan:

https://www.cbsnews.com/news/a-childrens-puffin-rescue-squad-heimaey-island-iceland/


Til baka