Fréttir

27.04.2018

1774

Dúfa fær frelsi

Fyrir áramót var komið með dúfu í Sæheima sem var illa haldin. Hafði hún fengið einhvers konar matarolíu eða feiti í allt fiðrið og var mjög blaut og horuð. Hún tók strax vel til matar síns og hresstist fljótlega en erfiðlega gekk að hreinsa hana. Fiður hennar var nú loksins orðið hreint á ný og var henni því sleppt í garði í nágrenni safnsins og flaug hún hin ánægðasta á vit frelsisins.


Til baka