Fréttir

19.04.2018

1771

Gleðilegt sumar

Í tilefni af sumarkomunni bauð Vestmannaeyjabær bæjarbúum að heimsækja söfn bæjarins. Margir nýttu sér þetta góða boð og alls komu 185 gestir í Sæheima í dag. Einnig fréttist af komu lundans til Vestmanneyja og er það staðfesting á því að sumarið er raunverulega komið, en ekki einungis samkvæmt dagatalinu.

Myndina tók Ruth Zolen fyrir nokkrum árum af lundapari í tilhugalífinu, en ástin mun blómstra í brekkunum næstu vikurnar.


Til baka