Fréttir

21.03.2018

1764

Óvenjuleg rauðspretta

Áhöfnin á Maggý VE færði Sæheimum góða gjöf er þeir komu að landi í gærkvöldi. Reyndist þetta vera óvenjulegt litarafbrigði af rauðsprettu, sem veiddist í Álnum milli lands og Eyja. Var hún sett í búrið með rauðsprettunum sem fyrir eru á safninu og má segja að hún hafi skorið sig verulega frá þeim. Á myndinni er nýkomna rauðsprettan við hlið ósköp venjulegrar rauðsprettu, sem reyndar sést ekki vel því hún fellur svo vel að bakgrunninum. Við höfum áður verið með rauðsprettur sem voru nánast hvítar, en enga sem líkist þessari. Það er gaman þegar sjómenn eru vakandi fyrir óvenjulegum fiskum og hafa fyrir því að færa okkur.


Til baka