Fréttir

08.01.2018

1762

Annar haftyrðill

Í dag var komið með annan haftyrðil til okkar. Fyrir jól var hópur haftyrðla á sjónum autan við Eyjar og einhverjir þeirra hröktust líklega undan vindi og fundust á götum bæjarins. Komið var með flesta þeirra til okkar í Sæheima.

Haftyrðlar eru mjög viðkvæmir og gengur illa að halda þeim lifandi, sérstaklega vegna þess að helsta fæða þeirra eru smá krabbadýr í svifi og því vandasamt að finna rétta fæðu handa þeim. Einnig virðast þeir verða mjög stressaðir að vera í haldi. Það er því allra best fyrir þá að komast til sjávar sem allra fyrst. Á myndinni er Aron Smárason sem fann haftyrðilinn og fór hann með hann út á Hamar til að sleppa honum.


Til baka