Fréttir

21.12.2017

1759

Teisturnar í jólabaði

Í nóvember var komið með tvær mikið olíublautar teistur til okkar í Sæheima. Voru þær hreinsaðar fljótlega eftir komuna á safnið. Eftir það voru þær látnar synda reglulega, en urðu alltaf mjög blautar og því ekki hægt að sleppa þeim. Það er afar mikilvægt fyrir sjófugla að geta haldið vatni frá líkamanum annnars er dauðinn vís.

Þó að teistur séu af svartfuglaætt eins og lundar, þá eru þær að hegða sér að mörgu leyti ólíkt lundunum, sem eru á safninu hjá okkur. Ef við setjum tvo ókunna lunda saman þá ráðast þeir oftast hvor á annann og þarf því að halda þeim aðskildum. En þegar teisturnar voru settar saman þá virtust þær vera ánægðar að hittast og fóru fljótlega að kúra saman. Þær eru nú orðnar hinir bestu vinir og spjalla gjarnan saman með lágværu tísti. 

Það er búið að vera gaman að kynnast þessum skemmtilegu og ljúfu fuglum en við vonumst þó til að koma þeim út í náttúra aftur sem allra fyrst. Í gær voru þær oru báðar hreinsaðar á ný og vonandi dugar það til.


Til baka