Fréttir

01.12.2017

1755

Síðbúnar sjósvölur

Ungar sjósvölu og stormsvölu fljúga stundum að ljósunum í bænum, líkt og lundapysjur. Þær eru yfirleitt seinna á ferðinni en pysjurnar, en nú í vikunni var bæði komið með stormsvölu og sæsvölu til okkar í Sæheimum Þær eru auðvitað mjög seint á ferðinni og stormsvalan var meira að segja ennþá aðeins dúnuð. 

Stormsvalan er minnsti sjófugl Evrópu og svalan sem komið var með til okkar var aðeins 28 grömm. Það var Sóldís Sif Kjartansdóttir sem fann stormsvöluna þegar hún var að heimsækja ömmu sína á Búastaðabrautinni. Eiga svölurnar báðar langt ferðalag fyrir höndum, en þær fljúga til Suður Atlantshafs á haustin.

Starfsmenn Náttúrustofu Suðurlands merktu báðar svölurnar.


Til baka