Fréttir

23.11.2017

1749

Teistan hreinsuð

Olíublauta teistan, sem komið var með í gær, var hreinsuð í dag. Notuð voru þrjú sápuvötn og varð það fyrsta nánast svart af olíu. Verður hún nú þurrkuð og síðan prófuð á næstu dögum. Ef hún stenst prófið verður henni sleppt, en annars verður hún hreinsuð á ný. Vonandi kemur þó ekki til þess, því að hún var mjög óánægð yfir meðferðinni, eins og sjá má á myndinni, sem var tekin að hreinsun lokinni


Til baka