Fréttir

23.11.2017

1752

Starfskynning

Elísa Hallgrímsdóttir nemandi í 10 bekk GRV var í starfskynningu hjá okkur í Sæheimum í dag. Hefur hún oft rétt okkur hjálparhönd í gegn um tíðina og er því vön ýmsum verkefnum á safninu. Því fékk hún alvöru viðfangsefni í dag, en það var að aðstoða við að hreinsa olíublauta æðarkollu, sem komið var með til okkar fyrir nokkrum dögum.

Elísa er vön að umgangast fuglana á safninu og því var hún ekki smeyk við æðarkolluna, þrátt fyrir stærðina og hamaganginn í henni. Fékk hún að hreinsa höfuð kollunnar, en til þess verks notum við gjarnan mjúka tannbursta og eyrnapinna. Hreinsun kollunnar gekk vel og nú er hún í þurrkun undir hitalampa. Þökkum við Elísu fyrir hjálpina í dag og vonum að hún hafi lært eitthvað nýtt.


Til baka