Fréttir

11.11.2017

1747

Olíublaut teista

Fyrr í dag var komið með olíublauta teistu til okkar í Sæheimum, sem göngumaður hafði fundið úti í Klauf. Er hún mjög óhrein og leggur af henni mikla olíulykt. Tók hún strax æti og lofar það góðu. Verður henni gefið vel að éta og hún látin jafna sig aðeins áður en hún verður hreinsuð. 

Flestir þeirra olíublautu fugla sem komið er með til okkar koma af hafnarsvæðinu, en afar sjaldgæft er að þeir finnist á þessu svæði. Vonandi er um einstakt tilvik að ræða. 


Til baka