Fréttir

09.11.2017

1744

Olíublautur fálki

Við hús eitt á Hólagötunni sást til fálka fyrr í dag, sem virtist vera blautur og eiga erfitt með að hefja sig til flugs. Jón Helgi, starfsmaður Áhaldahússins náði að handsama fálkann og kom með hann í Sæheima. Virðist hann vera olíublautur og verður honum leyft að jafna sig í nokkra daga áður en hann verður hreinsaður.


Til baka