Fréttir

23.09.2017

1642

Ánamaðkar óskast

Í vikunni var komið með tjaldsunga til okkar sem fannst við tjörnina inni í Dal. Hann var mjög blautur og kaldur og auk þess afskaplega horaður. Svo virðist sem hann hafi fengið einhver óhreinindi í fiðrið sem ollu því að hann gat ekki haldið vatni frá líkamanum og því blotnaði hann inn að skinni þegar fór að rigna.

Tjaldurinn hefur étið vel hjá okkur og eru ánamaðkar þar í sérstöku uppáhaldi. Viljum við biðja duglega krakka að athuga hvort að ekki finnist nokkrir ánamaðkar úti í garði til að færa tjaldsunganum að gjöf. 


Til baka