Fréttir

20.09.2017

1637

Pysjunum fækkar dag frá degi

Aðeins var komið með 8 pysjur til okkar í dag og er heildarfjöldinn nú kominn upp í 4753 pysjur. Á myndinni er Íris Dröfn Guðmundsdóttir að halda á pysju í fyrsta skipti. Með henni á myndinni er Jón Bjarki Eiríksson, frændi hennar og litla systirin Eva Berglind en fjölskyldurnar hafa komið með samtals 179 pysjur í eftirlitið í ár.

Þrátt fyrir fáar pysjur var þó nóg um að vera í Sæheimum. Fjöldi gesta heimsótti safnið af skemmtiferðaskipinu Ocean Diamond og auk þess var hér kvikmyndatökulið frá Channel 5 í London. Svo höldum við auðvitað áfram að hreinsa olíublautu pysjurnar sem hjá okkur eru.


Til baka