Fréttir

16.09.2017

1632

Aðeins 58 pysjur í dag

Pysjunum fækkar í pysjueftirlitinu dag frá degi og einungis var komið með 58 pysjur í dag. Heildarfjöldinn er nú kominn upp í 4630 pysjur. 

Margir leggja mikið á sig til að bjarga pysjunum og í dag fengum við t.d. pysju sem var undir körum hjá FES og starfsmenn lyftu körunum í burtu til að ná pysjunni. Á myndinni eru systurnar Svava og Hekla Hlynsdætur sem háfuðu pysju upp úr höfninni og voru um eina og hálfa klukkustund að ná henni. Var pysjan olíublaut, en er mjög heppin að Karen er hérna hjá okkur og verður hún því hreinsuð á morgun eftir bestu mögulegu aðferðum.


Til baka