Fréttir

25.08.2017

1607

Pysjunum fer fjölgandi

Komið var með 11 pysjur í pysjueftirlit Sæheima í dag og er því heildarfjöldinn kominn upp í 29 pysjur. Pysjutíminn hefur farið mjög rólega af stað en nú virðist sem einhver kippur hafi komið í þetta. Við vonum að þessi aukning haldi áfram og að helgin framundan verði fjörug fyrir þá sem hyggjast finna pysjur í bænum.

Á myndinni eru þær Selma Rún Jónsdóttir, Embla Sigrún Arnsteinsdóttir og Andrea Dögg Arnsteinsdóttir en þær komu með þrjár pysjur í eftirlitið í dag.


Til baka