Fréttir

01.06.2016

531

Fyrsta flugið

Greinilegt er að litli starraunginn, Goggi galvaski, fær nóg að éta hjá okkur. Enda eru krakkarnir dugleg að færa honum ánamaðka, sem hann gleypir í sig með mikilli áfergju. Það er með ólíkindum hvað hann hefur vaxið og dafnað á þessum 12 dögum sem liðnir eru frá því að komið var með hann á safnið. Í dag tók hann flugið í fyrsta skipti og valdi höfuðið á einum starfsmanni safnsins til lendingar.


Til baka