Fréttir

03.02.2016

518

Wandering Puffin

Í dag fékk safnið góða heimsókn, en þar var á ferðinni Jamie Bachrack frá Minnesota í Bandaríkjunum. Rekur hann ferðaskrifstofuna "Wandering Puffin" og var að koma í þriðja skipti til Vestmannaeyja. Hann er mjög hrifinn af eyjunum og stefnir á að koma aftur í september. Vonast hann þá til að geta tekið þátt í að bjarga lundapysjum.

Hann er mjög hrifinn af lundum og eins og sést á myndinni er hann afskaplega ánægður með hann Tóta okkar. Spurning hvor þeirra brosir breiðar, en Tóti er alltaf himinlifandi yfir því að fá gesti yfir vetrartímann.


Til baka