Fréttir

23.11.2015

512

Kjáninn vekur athygli

Fáir fiskar hafa hlotið eins mikla athygli fjölmiðla og litli kjáninn okkar, sem áhöfnin á Þóruni Sveinsdóttur VE færði safninu að gjöf í síðustu viku. Fjallað var um hann í flestum stærri fjölmiðlum landsins og í síðasta útsvarsþætti var spurt um ætterni hans, en hann er að sjálfsögðu af kjánaætt. Ekki nóg með það heldur var kjáninn til þess að Ómar Ragnarsson samdi ljóð um kjána sem hann birti á bloggsíðu sinni.

Kjána undirdjúpa ei ég þekki

en aðra kannski betur, því er ver,

því sumir kjánar ættu bara ekki

ofansjávar nokkurn rétt á sér.


Til baka