Fréttir

06.11.2015

508

Sýningaropnun

Sýning Gunnars Júlíussonar "Hvorki fugl né fiskur" var opnuð með pompi og prakt í Sæheimum í kvöld. Gunnar sýnir 10 tölvugerð myndverk af dýrunum á safninu. Verkin eru prentuð á segl sem eru 70 cm á breidd og 250 cm á hæð. Þau njóta sín mjög vel í sölum safnsins þar sem lofthæð er mikil. Vel var mætt á opnunina og stemmningin mjög notaleg. Þetta er skemmtileg og flott sýning sem sýnir dýrin á safninu í nýju ljósi. Enginn sem hefur áhuga á dýrum og myndlist ætti að láta hana fram hjá sér fara.

Sýningin verður opin bæði laugardag og sunnudag kl. 13-16 og frítt er inn á safnið þessa helgi.


Til baka