Fréttir

23.10.2015

503

Enn koma pysjur

Þótt ótrúlegt megi virðast þá er enn verið að koma með pysjur í pysjueftirlitið. Komið var með tvær pysjur í gær og einnig í dag. Heildarfjöldinn er því kominn upp í 3831 pysju, eða 2001 pysju meira en árið 2012, sem er stæsta ár pysjueftirlitsins fram til þessa. Nú er orðið nokkuð kalt fyrir litlar lundapysjur að vera á vappi og spáir enn kólnandi um helgina. Pysjan á myndinni fylgdist með umferðinni á Heiðarveginum og kannski spáði hún líka í veðurhorfurnar. Hún hefur líklega aldrei heyrt talað um  gluggaveður enda vildi hún ólm komast út.


Til baka