Fréttir

07.10.2015

488

Pysjufjörið í rénun

Eins og Skaftárhlaupið þá er pysjufjörið í rénun og komu einungis 114 pysjur í vigtun og mælingu í dag. Okkur hér í Sæheimum fannst þetta því frekar rólegur dagur en þetta eru þó fleiri pysjur en komu allt tímabilið í fyrra. Núna er fjöldi pysja þetta árið kominn upp í 3496 pysjur.

Líklega eru fullorðnu lundarnir að komast í smá tímapressu því að nú fer að líða að því að þeir felli flugfjaðrirnar og þá þurfa þeir að vera komnir á vetrarstöðvarnar. 


Til baka