Fréttir
29.09.2015
Stefnir í besta pysjuárið
Í dag var komið með 217 pysjur í pysjueftirlitið og eru þær því orðnar 1754 talsins. Allt virðist því stefna í að árið 2012 verði toppað, en þá voru pysjurnar 1830 talsins. Er það stærsta árið frá upphafi pysjueftirlitsins, sem hefur verið starfrækt frá árinu 2003. Ef annað eins af pysjum yfirgefa holurnar sínar í kvöld og fljúga í bæinn eins og verið hefur síðustu kvöld þá munum við geta státað af besta pysjuárinu í 13 ár. Myndin er af krökkunum sem komu með pysju númer 1600 í vigtun og mælingu.
Mest lesið
Steinbítur hrygnir
11.01.2011
Varmasmiður finnst í Eyjum
21.06.2011
Lundapysja í pössun
22.10.2010
Nornakrabbi hefur skelskipti
02.05.2011
þórarinn Ingi hefur þyngst mikið
21.09.2011