Fréttir

20.09.2015

464

Komnar 165 pysjur

Enn eru að berast pysjur í pysjueftirlit Sæheima og eru þær nú orðnar 165 talsins. Eru það nokkuð fleiri pysjur en komu allt tímabilið í fyrra, en þá fundust  99 pysjur. Þær eru ákaflega seint á ferðinni í ár og eru talsvert léttari en undanfarin ár.

Pysjurnar sem komið hefur verið með í pysjueftirlitið um helgina eru þó nokkuð þyngri en þær sem komu fyrstu dagana. Í lok dags þann 15. september var meðalþyngdin skoðuð og var þá aðeins 207,5 grömm en er núna búin að tosast upp í 224,7 grömm. Þetta er langt frá því að vera ákjósanleg meðalþyngd, en er að færast í rétta átt og vonandi heldur þyngdin áfram að aukast.

Opið verður í Sæheimum alla daga kl. 10-17 alveg út september og um að gera að koma með pysjurnar í vigtun og mælingu áður en þeim er sleppt á haf út.


Til baka