Fréttir

11.09.2015

457

Sjósvölu sleppt

Þessa dagana eru það ekki einungis pysjur sem við eigum von á að finna á götum bæjarins. Fjölda fýlsunga hefur þegar verið bjargað og nú eru sjósvölur einnig byrjaðar að yfirgefa hreiður sín. Seinna í mánuðinum má svo eiga von á skrofuungum. Sjósvalan á myndinni er sú fyrsta sem komið hefur í Sæheima þetta haustið. Hún fannst við FES og var hugsanlega að koma úr Elliðaey eða Bjarnarey, en þar eru stórar sjósvölubyggðir. Hún reyndist 47 grömm að þyngd og er það svipað og sjósvölurnar hafa verið, sem við höfum vigtað síðustu haust. Var henni gefið frelsi eftir stutt stopp á safninu og flaug hún langt á haf út. 


Til baka