Fréttir

19.08.2015

449

Búningaskipti

Margir spyrja sig þessa dagana hvort að sumarið sé búið. Hann Tóti lundi er alveg ákveðinn í því að svo sé. Hann er langt kominn með að skipta yfir í vetrarbúninginn sinn og er nokkuð langt á undan frændum sínum sem lifa villtir. 

Eins og sjá má á myndinni er hann talsvert öðruvísi útlits en lundi í sumarbúningi. Hvíta spöngin við nefrótina er horfin og guli bletturinn í munnvikinu er vart greinilegur lengur. Einnig hafa plötur fallið af goggnum ásamt plötunum sem mynda þríhyrninginn umhverfis augun. Tóti er er einnig að dökkna í vöngum. Alla jafna sjáum við ekki þessar breytingar eiga sér stað hjá lundum í náttúrinni því að þeir hafa yfirgefið varpstöðvarnar þegar þær verða.


Til baka