Fréttir

23.06.2015

441

Fyrsti rituungi sumarsins

Á hverju sumri finnst fjöldi rituunga undir ritubyggðinni í Skiphellum. Oft eru það eldri systkyni sem henda þeim fram af. Það eina sem getur bjargað lífi þeirra eru bjargvættir eins og stelpurnar tvær sem björguðu litlum rituunga í gærkvöldi. Lokað var í Sæheimum og því brugðu þær á það ráð að fara með ungann heim til safnstjórans. Þar var tekið vel á móti honum og var kötturinn á heimilinu alveg sérstaklega áhugasamur. Unginn er nú kominn á safnið og situr tístandi í skókassa og étur ágætlega.


Til baka