Fréttir

12.05.2015

436

Tóti kvikmyndastjarna

Nú í sumar mun verða sýnt auglýsingamyndband fyrir Vestmannaeyjar í flugvélum Icelandair og er það Saga Film sem vinnur það. Tökulið frá þeim kom á dögunum til okkar í Sæheimum og tók upp myndefni frá safninu. Tóti lék að sjálfsögðu aðalhlutverkið og gaf þeim Brad Pitt og George Clooney ekkert eftir hvorki í leikhæfileikum né sjarma. Á myndinni hér að ofan er hann ásamt mótleikkonu sinni henni Þóru Karitas.


Til baka