Fréttir

08.04.2015

433

Langvían komin aftur

Langvían sem við slepptum á Páskadag er komin á safnið til okkar aftur. Starfsmenn Rib-Safari rákust á hana við smábátahöfnina og kvartaði hún þá sáran og nánast bað um að verða bjargað. Á myndinni má sjá þar sem hún rekur raunir sínar fyrir Kristjáni Egilssyni, sem kom með hana á safnið. Hún tók vel til matar síns og virtist vera alsæl yfir því að vera komin til okkar aftur. Eigum við því frekar að venjast að þessu sé öfugt farið.


Til baka