Fréttir

26.11.2014

403

Heimsókn frá Montreal

Sæheimar -Fiskasafn fengu skemmtilega heimsókn frá Biodome safninu í Montreal í Kanada. Þetta er mjög stórt safn á sviði náttúrufræða og spanna sýningar þess allt frá skordýrum til himintunglanna. Safnið er til húsa í höllinni sem byggð var fyrir Ólimpíuleikana 1976. Gestir safnsin geta gengið í gegn um nokkrar tegundir vistkerfa allt frá regnskógum að pólsvæðunum. Þetta er glæsilegt safn sem gaman væri að heimsækja.

Það er gaman að segja frá því að Biodome óskar eftir samstarfi við Sæheima vegna sýningar þeirra á lífríki Norður Atlantshafsins. Það er mikill fengur fyrir okkur að komast í kynni við starfsfólk safnsins og getum við örugglega lært mikið af þeim.

Það má skoða safnið á slóðinni www. espacepourlavie.ca/en/biodome

 


Til baka