Fréttir

21.11.2014

402

Skólahópar í heimsókn

Nú undanfarið hafa skólakrakkar í Grunnskóla og FramhaldsskólaVestmannaeyja komið í heimsóknir í Sæheima Fiskasafn. Eldri krakkarnir fá verkefni sem þau vinna á safninu en þau yngri fá tækifæri til að skoða safnið á sinn hátt, þó að þau skoði sérstaklega þann fugl og fisk sem þau eiga að læra um hverju sinni. Í dag komu krakkarnir í fyrsta og öðrum bekk í Grunskólanum. Það er alltaf skemmtilegt að fá þessa hressu og áhugasömu krakka í heimsókn.


Til baka