Fréttir

20.10.2014

255

Tóti & Tóti

Þórarinn Ingi Valdimarsson kom og heimsótti nafna sinn á fiskasafninu nú á dögunum. Lundinn á safninu var nefndur í höfuðið á Þórarni Inga eða Tóta eins og hann er oftast kallaður. Lundinn var um viku gamall þegar komið var með hann á safnið og var því aðeins pínulítill dúnhnoðri. En ástæðan fyrir því að þessi litli hnoðri fékk þetta stóra nafn er sú að daginn sem hann kom á safnið stóð yfir leikur hjá ÍBV og þar skoraði Þórarinn Ingi sigurmarkið. Einn af starfsmönnum safnsins var mjög spenntur yfir leiknum og nefndi hnoðrann hið snarasta. 

Eins og sést á myndinni sem Örn Hilmisson tók af þeim þá fór vel á með þeim félögum.


Til baka