Fréttir

27.09.2014

253

Dýralæknir til hjálpar

Nú á dögunum var komið með lundapysju á safnið sem reyndist slösuð og því ekki hægt að sleppa henni til sjávar. Annar fótur hennar virtist vera alveg máttlaus og gat hún því hvorki staðið, gengið né synt. Fóturinn virtist þó ekki vera brotinn og pysjan tók vel við æti og því töldum við að hún ætti nokkuð góða möguleika á að hressast. Við vorum svo heppin í dag að einn af gestum safnsins var dýralæknir sem skoðaði fót pysjunnar. Hún staðfesti að fóturinn væri ekki brotinn og ekki heldur úr lið. Einnig sagði hún að taugar virtust óskaddaðar og blóðstreymi í fótinn virtist eðlilegt. Hún sýndi okkur æfingar fyrir pysjuna sem munu styrkja vöðvana í fætinum. Pysjan mun því verða áfram á safninu og fer daglega í sjúkraþjálfun og sundleikfimi. Þessi góðhjartaði dýralæknir heitir Karen og er frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Hún fær bestu þakkir frá okkur.


Til baka