Fréttir

23.09.2014

248 249 250

Fýllinn floginn

Um miðjan júlí komu ferðamenn með lítinn fýlsunga á safnið sem þeir björguðu úr hundskjafti. Hann var ósköp lítill og aumur og þótti okkur hann ekki vera líklegur til að lifa. Hann tók þó fljótlega æti og stækkaði og fitnaði heil ósköp næstu vikurnar. Hann virtist skynja að við vorum ekki óvinir heldur bjargvættir og reyndi hann aldrei að æla á fólk eins og fýla er siður. Hann var einstaklega ljúfur og skemmtilegur fugl og varð hann hændur að fólki og var í miklu uppáhaldi hjá bæði gestum og starfsfólki safnsins. 

Fýlnum var gefið frelsi í dag og var farið með hann út á Eiði þar sem fjöldi fýla heldur sig jafnan enda nægt æti að hafa. Hann virtist vera alveg tilbúinn til að halda út á hafið og tók flugið eftir að hafa sest aðeins á sjóinn. Hafði hann farið á nokkrar sundæfingar á safninu og var því nokkuð öruggur með sig á sjónum. Það var nokkur eftirsjá hjá starfsfólkinu enda skemmtilegur fugl þarna á ferðinni.


Til baka