Fréttir

29.08.2014

236

Talar við lunda

Þessi drengur heitir Gustav Baldur og býr nálægt Frankfurt í Þýskalandi. Hann er aðeins sjö ára gamall en hefur þó komið átta sinnum til Vestmannaeyja með forleldrum sínum. Fjölskyldan hefur búið hjá Ruth Zholen meðan á dvölinni stendur og hefur hún kennt Gustav að tala lundamál. Í öll skiptin hafa þau komið í heimsókn á Fiskasafnið og hefur hann spjallað við Tóta. Auðvitað fannst Tóta þetta mjög spennandi og ekki skemmdi fyrir að strákurinn var í einstaklega flottri peysu sem prjónuð var fyrir hann eftir síðustu heimsókn til Eyja.

 

 


Til baka