Fréttir

28.08.2014

232

Feiminn kambhríslungur

Kambhríslungurinn sem komið var með á safnið í síðustu viku virðist vera alveg sérstaklega feiminn og hefur ekki mikið verið að sýna sig. Hann gerði þó undantekningu í dag og stillti sér upp fyrir ljósmyndara. Vonandi gerir hann meira af þessu því þetta er virkilega flottur og sérstakur fiskur. Eiginlega engum líkur. Hann hefur mest haldið sig ofan í eldfjallinu og er því líklega eini kambhríslungurinn sem býr í eldfjalli. 


Til baka