Fréttir

27.08.2014

230

Fyrsta lundapysjan

Fyrsta pysjan hefur nú skilað sér í pysjueftirlit Sæheima. Fannst hún niður fið FES í nótt. Reyndist hún vera fullgerð og því tilbúin til að fara til sjávar. Í pysjueftirlitinu eru pysjurnar vigtaðar og vængmældar og reyndist þessi pysja vera 288 grömm að þyngd og vænglengdin 145 millimetrar. Hún er því talsvert yfir meðalþyngd pysjanna  sem hafa komið síðustu ár. Það voru þau Andrea og Ólafur Már Gunnlaugsbörn sem komu með pysjuna á safnið og voru þau á leið út í Klauf til að sleppa henni.


Það er gaman að segja frá því að höfundur bókarinnar um litlu lundapysjuna á afmæli í dag. Þegar bókin kom út þann 24. ágúst 2012 þá kom einmitt fyrsta pysjan til okkar í eftirlitið þann sama dag. Það virðast því vera einhver tengsl milli bókarinnar og pysjanna.

Til baka