Fréttir

20.08.2014

229

Tóti þriggja ára

Lundinn okkar, hann Tóti, kom til okkar á safnið í lok ágúst 2011 og var þá um viku gamall. Hann er því þriggja ára um þessar mundir. Haldið var upp á afmælið hans í dag þó að ekki sé víst að þetta sé alveg rétti dagurinn. Nokkrir krakkar sungu fyrir hann afmælissönginn og boðið var upp á afmælistertu sem var skreytt með þremur kertum. Tóti sýndi tertunni ekki mikinn áhuga en sporðrenndi loðnu sem honum var boðin.


Til baka